Tölvutindar er stofnað 2021 og þá voru erfiðir tímar, heimsfaraldur og fleira. Tækifæri okkar var þá að aðstoða fólk með heimavinnu, því að flestir sem gátu unnið heima voru kannski með venjulega nettengingu sem dugaði ekki vel fyrir fjarfundi og mikla gagnavinnslu.

Í heimsfaraldrinum aðstoðuðum við fólk og fyrirtæki með að skipta út netbeinum frá símafyrirtækjunum því þeir einfaldlega réðu ekki við álagið þegar allir voru heima að streyma og vinna. Allt í allt skiptum við út netbeinum á yfir 300 heimilum í heimsfaraldri.

Skortur var á Netbúnaði og tölvubúnaði á íslandi sem og annarsstaðar á þessum tíma og hófum við þá innflutning frá þeim löndum sem áttu búnað og var þar Bandaríkin besti markaður fyrir okkur.

Í Bandaríkjunum komumst við í samband við alla stærstu framleiðendur á búnaði í heiminum og keyptum beint af þeim til að flytja inn. Áður fyrr þá passaði þessi búnaður ekki fyrir okkur hér vegna mismunandi spennu og símakerfa. En í dag eru flest öll tæki á Ameríkumarkaði gerð fyrir bæði Ameríku og Evrópu. Einnig eru símakerfi og netkerfi orðin samhæf. Það er því ekkert mál að spara pening og afgreiðslutíma með því að flytja inn frá Bandaríkjunum.
Við munum flytja inn búnað frá þeim löndum sem geta afhent búnað á góðu verði og með eins stuttum afgreiðslufresti og mögulegt er.

Við erum ekki með neinn lager og er afgreiðslufrestur á okkar vörum 5 til 10 dagar frá staðfestri pöntun. Með því að halda ekki lager á Íslandi sparast umtalsverður kostnaður og viðskiptavinurinn greiðir markaðsverð fyrir vöru í hvert sinn sem hann kaupir.

Í dag getur munað allt upp í helming á verði á vörum sem við flytjum inn og þeim aðilum sem bjóða vörur hér á Íslandi. Þá er um að ræða netbúnað, fartölvur, borðtölvur, síma og spjaldtölvur. Við munum alltaf láta viðskiptavini okkar njóta ávinnings af góðum innkaupsverðum. Helstu vörur sem við höfum verið að bjóða eru t.d. Samsung fartölvur og spjaldtölvur ásamt stærri og öflugri vinnuskjám, Lenovo fartölvur, TP-Link netbúnaður, Microsoft Surface spjaldtölvur og fartölvur svo eitthvað sé nefnt.
(Jón Geir framkvæmdastjóri Tölvutinda ehf)

Það sem hefur líka einkennt okkar samskipti við viðskiptavini er að við rukkum ekki háar fjárhæðir fyrir stutt símtöl, heldur söfnum saman mínútum og rukkum einu sinni í mánuði. Margir fyrirtækjaeigendur eru komnir með nóg af því að vera rukkaðir um tugi ef ekki hundruði þúsunda á mánuði fyrir nokkur 5 mínútna símtöl. Þetta gerum við aldrei og því máttu treysta. Einnig er það þannig að það geta komið upp neyðartilfelli utan venjulegs opnunartíma. Þá erum við alltaf við símann og komum strax sé þess óskað.

Við sjáum um öll tölvumál fyrir minni fyrirtæki og einyrkja, gerum endurnýjunaráætlanir og viðhaldsáætlanir til að auka rekstraröryggi á tölvubúnaði okkar viðskiptavina.
Hafðu samband, þú sérð ekki eftir því.